Hagsjá

Minnsti hagvöxtur í fimm ár

Nýjar tölur yfir þjóðhagsreikninga sýna að enn hefur hægt á hagkerfinu. Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi nam 1,7% samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta er minnsti vöxtur landsframleiðslu á 12 mánaða grundvelli síðan á fyrsta ársfjórðungi 2014.

31. maí 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Þjóðarútgjöld sem eru samtala einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndunar dróst saman um 2,8% og má rekja það til verulegs samdráttar í fjármunamyndun. Hagvöxtur á fjórðungnum reyndist nokkuð meiri en opinberar spár gera ráð fyrir að verði yfir árið í heild. Einn fjórðungur hefur þó lítið forspárgildi fyrir árið í heild en flestir opinberir spáaðilar gera ráð fyrir lítils háttar samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári. Þessar tölur ættu ekki að hafa nein sérstök áhrif á spárnar fyrir árið í heild. Við þetta má bæta að þetta eru bráðabirgðatölur sem gætu tekið breytingum eftir því sem líður á árið.Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minnsti hagvöxtur í fimm ár (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

10

No filter applied

Tengdar greinar