Hagsjá

Metfækkun erlendra ferðamanna í maí

Brotthvarf Wow air mun fækka ferðamönnum hlutfallslega meira frá Norður-Ameríku en Evrópu.

7. júní 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Tala erlendra ferðamanna nam rúmum 126 þúsund í maímánuði og dróst fjöldinn saman um nálægt því fjórðung, eða 23,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Ekki hefur áður mælst jafn mikil fækkun á 12 mánaða grundvelli og nú í maí. Þessi mikla fækkun kemur í kjölfar 18,5% fækkunar í apríl en frá ársbyrjun hefur erlendum ferðamönnum fækkað um tæplega 89 þúsund miðað við fyrra ár.

Gróft áætlað gæti þetta þýtt um 6 milljörðum króna lægri tekjur í ferðaþjónustunni innanlands miðað við meðaldvalarlengd ferðamanna í fyrra og meðaleyðslu ferðamanna í gistingu, mat og afþreyingu, samkvæmt könnunum.

Mikill samdráttur í komum erlendra ferðamanna í apríl og maí skýrist fyrst og fremst af brotthvarfi WOW air sem fór í þrot í lok mars og naut félagsins því ekki við í apríl og maí.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Metfækkun erlendra ferðamanna í maí (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

9

No filter applied

Tengdar greinar