Hagsjá

Mikil breyting á samsetningu verðbólgunnar

Samhliða aukinni verðbólgu hefur orðið mikil breyting á samsetningu hennar. Þar vega mest breytingar á húsnæðis- og vöruverði.

11. júní 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Eftir nokkur ár við lága og stöðuga verðbólgu hefur hún aukist nokkuð. Samhliða þessari aukningu hefur orðið mikil breyting á samsetningu hennar. Ef við skoðum annars vegar fimm ára tímabilið frá maí 2013 til maí 2018 og hins vegar maí 2018 til maí 2019 sést mjög vel hvernig samsetning verðbólgunnar hefur breyst. Þannig hækkaði húsnæðisliðurinn um 10,7% á ári milli maí 2013 og maí 2018. Heldur hefur dregið úr þessum hækkunum, enda eru svo miklar hækkanir ekki sjálfbærar til langs tíma litið. Á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðisliðurinn hækkað um 5%. Einnig hefur orðið veruleg breyting á vöruverði, sérstaklega á innfluttum vörum. Frá maí 2013 til maí 2018 lækkuðu innfluttar vörur um 3,1% á ári. Þarna spilaði inn í bæði sterk króna og lág alþjóðleg verðbólga. Síðustu tólf mánuði hafa innfluttar vörur hins vegar hækkað um 3,7%.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikil breyting á samsetningu verðbólgunnar (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar