Vikubyrjun

Vikubyrjun 11. júní

Fjöldi erlendra ferðamanna nam rúmum 126 þúsund í maímánuði og dróst fjöldinn saman um nálægt því fjórðung, eða 23,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Ekki hefur áður mælst jafn mikil fækkun á 12 mánaða grundvelli og nú í maí. Þessi mikla fækkun kemur í kjölfar 18,5% fækkunar í apríl en frá ársbyrjun hefur erlendum ferðamönnum fækkað um tæplega 89 þúsund miðað við fyrra ár.

11. júní 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudaginn birtir Seðlabankinn yfirlit yfir erlenda stöðu Seðlabankans í maí
  • Á föstudaginn birtir Seðlabankinn tölur yfir greiðslumiðlun og gjaldeyrisforða í maí. Sama dag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í maí.
  • Á þriðjudaginn birtir Þjóðskrá fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum.
  • Á föstudaginn birtir Hagstofan tölur um fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi auk talna yfir aflamagn í maí.

Mynd vikunnar

Fjöldi erlendra ferðamanna nam rúmum 126 þúsund í maímánuði og dróst fjöldinn saman um nálægt því fjórðung, eða 23,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Ekki hefur áður mælst jafn mikil fækkun á 12 mánaða grundvelli og nú í maí. Þessi mikla fækkun kemur í kjölfar 18,5% fækkunar í apríl en frá ársbyrjun hefur erlendum ferðamönnum fækkað um tæplega 89 þúsund miðað við fyrra ár. Gróft áætlað gæti þetta þýtt um 6 milljörðum króna lægri tekjur í ferðaþjónustunni innanlands miðað við meðaldvalarlengd ferðamanna í fyrra og meðaleyðslu ferðamanna í gistingu, mat og afþreyingu, samkvæmt könnunum.

Mikill samdráttur í komum erlendra ferðamanna í apríl og maí skýrist fyrst og fremst af brotthvarfi WOW air sem fór í þrot í lok mars og naut félagsins því ekki við í apríl og maí.
Það helsta frá vikunni sem leið

  • Fjöldi erlendra ferðamanna í maí dróst saman um 23,6% borið saman við sama tímabil í fyrra
  • Seðlabankinn birti tölur yfir greiðslujöfnuð, erlenda stöðu þjóðarbúsins, erlendar skuldir og fjármálareikninga á 1. ársfjórðungi
  • Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar fyrir maí. Allir nefndarmenn studdu tillögu formanns peningastefnunefndar um lækkun vaxta upp á 0,5 prósentustig.
  • Seðlabankinn birti tölur yfir raungengi, gjaldeyrismarkað, efnahag Seðlabankans, lífeyrissjóði og krónumarkað í maí.
  • Þjóðskrá birti fasteignamat fyrir árið 2020.
  • Hagstofan birti bráðabirgðatölur yfir vöruviðskipti í maí. Halli mældist á vöruviðskiptum upp á 16,4 ma. kr.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 11. júní 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 11. júní 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 11. júní 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar