Vikubyrjun

Vikubyrjun 18. júní

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins á því tímabili.

18. júní 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs í maí og Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir apríl.
  • Á morgun birtir þjóðskrá vísitölu leiguverðs.
  • Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa mánaðarlegt yfirlit sitt um ferðaþjónustu í tölum.

Mynd vikunnar

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins á því tímabili. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. júní 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 18. júní 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 18. júní 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

12

No filter applied

Tengdar greinar