Vikubyrjun

Vikubyrjun 24. júní

Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega á síðustu mánuðum. Lækkunina má vafalaust að stórum hluta rekja til hóflegri kjarasamninga en margir óttuðust í apríl síðastliðnum. Lægri verðbólguvæntingar gera Seðlabankanum kleift að ná verðbólgumarkmiði sínu með lægra vaxtastigi en ella og mun peningastefnunefnd eflaust horfa til þess við vaxtaákvörðunina nú í vikunni. Við spáum því að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig

24. júní 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan ársfjórðungslegar launavísitölur.
  • Á morgun birtir Hagstofan ferðaþjónustureikninga.
  • Á miðvikudag er stýrivaxtaákvörðun. Hagstofan birtir júnímælingu vísitölu neysluverðs þennan dag.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn síðan Hagvísa.

Mynd vikunnar

Hvort sem horft er til verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, könnunar á væntingum markaðsaðila eða könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja þá hafa verðbólguvæntingar lækkað verulega á síðustu mánuðum. Lækkun verðbólguvæntinga má vafalaust að stórum hluta rekja til hóflegri kjarasamninga en margir óttuðust í apríl síðastliðnum. Lægri verðbólguvæntingar gera Seðlabankanum kleift að ná verðbólgumarkmiði sínu með lægra vaxtastigi en ella og mun peningastefnunefnd eflaust horfa til þess við vaxtaákvörðunina nú í vikunni. Við spáum því að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 24. júní 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 24. júní 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 24. júní 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

11

No filter applied

Tengdar greinar