Hagsjá

Verðlækkanir hjá hótelum og gistiheimilum

Verri herbergjanýting hótela setur þrýsting á verðskrá þeirra og hefur verð lækkað töluvert miðað við síðasta ár, hvort sem mælt er í krónum eða evrum.

26. júní 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hér á landi hefur lækkað töluvert miðað við síðasta ár, hvort sem mælt er í krónum eða evrum. Lækkunin hefur þó reynst nokkuð meiri í evrum en krónum sökum þeirrar veikingar sem orðið hefur á krónunni frá sömu tímapunktum í fyrra.
Sé horft á liðinn „þjónusta hótela og gistiheimila“ sem er einn af undirliðum neysluverðsvísitölunnar sést að verðlækkunin nú í maí mælt í evrum nam 21,9% borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesta verðlækkun á 12 mánaða grundvelli í evrum síðan í maí 2009. Verðlækkunin í krónum nam 12,4% en fara þarf aftur til maí 2014 til að finna meiri verðlækkun í krónum. Sé horft á mælinguna í evrum var þetta níundi mánuðurinn í röð þar sem verðið lækkar frá sama mánuði árið áður. Þetta verðlækkunartímabil hófst í desember 2017 og hefur það staðið nær óslitið síðan þá. Að undanskyldri lítils háttar verðhækkun í júní og ágúst á síðasta ári hefur verðið stefnt ákveðið niður á við. Verðlækkanirnar hafa verið það umfangsmiklar að þrátt fyrir að krónan hafi veikst hefur verðlækkun einnig mælst í krónum talið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verðlækkanir hjá hótelum og gistiheimilum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

14

No filter applied

Tengdar greinar