Vikubyrjun

Vikubyrjun 15. júlí

Nokkrar sviptingar voru með hlutabréfaverð í Icelandair group í seinustu viku. Ef við skoðum hlutabréfaverð Icelandair group yfir lengri tíma sést að miklar sveiflur hafa verið á verði þess. Til dæmis hefur verðið hreyfst um meira en 10% milli samliggjandi daga 10 sinnum síðan byrjun árs 2017.

15. júlí 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Seðlabankinn birtir tölur um greiðslumiðlun.
  • Á föstudag birtir þjóðskrá vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa síðan mánaðarlegt rit sitt, ferðaþjónustan í tölum.

Mynd vikunnar

Nokkrar sviptingar voru með hlutabréfaverð í Icelandair group í seinustu viku meðal annars í kjölfar frétta um framlengingu kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla félagsins, hugsanlegra áforma Emirates um að hefja flug til Íslands og kaup bandarísks fjárfestis á eignum út úr þrotabúi WOW air. Þessu til viðbótar voru kynntar hugmyndir um stofnun annars flugfélags hér á landi sem á að heita WAB sem stendur fyrir „We are Back“. Á bak við það standa hluti af fyrrum stjórnendum í Wow air ásamt írskum fjárfestingarsjóð sem tengist einum af stofnendum Ryanair. Ef við skoðum hlutabréfaverð Icelandair group yfir lengri tíma sjást mikla sveiflur. Til dæmis hefur verðið hreyfst um meira en 10% milli samliggjandi daga 10 sinnum síðan byrjun árs 2017.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 15. júlí 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 15. júlí 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 15. júlí 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

8

No filter applied

Tengdar greinar