Vikubyrjun

Vikubyrjun 29. júlí

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkaði launavísitalan um 0,1% milli maí og júní. Breytingin á ársgrundvelli var 4,3% sem er minnsta ársbreyting frá febrúar 2011.

29. júlí 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Íslandsbanki hálfsársuppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Icelandair hálfsársuppgjör.

Mynd vikunnar

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkaði launavísitalan um 0,1% milli maí og júní. Breytingin á ársgrundvelli var 4,3% sem er minnsta ársbreyting frá febrúar 2011. Samanlögð hækkun launavísitölunnar í apríl og maí var 2,2% sem væntanlega er ágæt mæling á upphafsáhrifum nýgerðra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Hækkun launavísitölunnar vegna samninganna nú er töluvert minni en verið hefur síðustu ár. Þá er samningstímabili flestra samninga á opinbera markaðnum lokið þannig að þar hefur ekki verið um neinar launabreytingar að ræða á síðustu mánuðum.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 29. júlí 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 29. júlí 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 29. júlí 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

3

No filter applied

Tengdar greinar