Hagsjá

Spáum lækkun stýrivaxta

Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður fyrsti fundur Ásgeirs Jónssonar, nýs seðlabankastjóra. Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig á þeim fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 28. ágúst.

22. ágúst 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt
Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 28. ágúst. Vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst í maí með 0,5 prósentustiga lækkun. Þeirri lækkun var fylgt eftir með 0,25 prósentustiga lækkun í júní. Þessar vaxtalækkanir koma til vegna væntinga um kólnun í hagkerfinu sem rekja má til gjaldþrots WOW air og loðnubrests.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: 2019-08-21-Styrivaxtaakvordun (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

8

No filter applied

Tengdar greinar