Vikubyrjun

Vikubyrjun 26. ágúst

Vísitala fyrirhugaðra húsnæðiskaupa, sem Gallup mælir á þriggja mánaða fresti, hækkaði á milli mars og júní í ár. Hefur þessi vísitala ekki mælst hærri síðan í september 2007. Nýjustu tölur af fasteignamarkaði benda til þess að enn sé nokkuð í land með að þessar væntingar raungerist.

26. ágúst 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 í dag birtir Hagstofan tölur um þjónustujöfnuð við útlönd.
  • Á þriðjudag birta Síminn og Skeljungur hálfsársuppgjör.
  • Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar kynnt en við búumst við 0,25 prósentustiga lækkun. Samhliða vaxtaákvörðuninni birtir Seðlabankinn Peningamál 2019/3 með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Eik, Festi og Sýn birta hálfsársuppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við því að hún hækki um 0,2% milli mánaða. Kvika, Eimskip, Heimavellir og Brim birta hálfsársuppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung ásamt fyrstu endurskoðun á 2018 tölunum.

Mynd vikunnar

Vísitala fyrirhugaðra húsnæðiskaupa, sem Gallup mælir á þriggja mánaða fresti út frá könnun sem fyrirtækið gerir um væntingar neytenda, hækkaði verulega á milli mars og júní mælinga í ár. Hefur þessi vísitala ekki mælst hærri síðan í september 2007. Nýjustu tölur af fasteignamarkaði benda til þess að enn sé nokkuð í land með að þessar væntingar raungerist. Mögulega eru margir að bíða eftir nánari útfærslum á þeim aðgerðum sem stjórnvöld boðuðu í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 26. ágúst 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 26. ágúst 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 26. ágúst 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

8

No filter applied

Tengdar greinar