Hagsjá

Ávöxtun af húsaleigu farið lækkandi síðustu ár

Samanburður á meðalávöxtun af húsaleigu eftir tegund leigusala leiðir í ljós að hámarki virðist hafa verið náð árið 2014. Síðan þá hefur ávöxtun smám saman farið lækkandi.

27. ágúst 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Þjóðskrá birti nýverið tölur um ávöxtun af húsaleigu síðastliðna 12 mánuði. Meðalávöxtun fyrirtækja er 7% og meðalávöxtun einstaklinga 6,7% og eru þessar ávöxtunartölur nær óbreyttar frá fyrra ári. Samanburður á meðalávöxtun eftir tegund leigusala leiðir í ljós að hámarki virðist hafa verið náð árið 2014 þegar ávöxtun einstaklinga og fyrirtækja var í kringum 8%. Síðan þá hefur ávöxtun smám saman farið lækkandi.
Af þeim tæplega 5.400 samningum sem eru í úttekt Þjóðskrár í ár var tæplega helmingur vegna útleigu þriggja herbergja íbúðar. Í tilfelli fyrirtækja reyndist ávöxtun slíkrar íbúðar, á virkustu svæðunum, vera hæst í Breiðholti (8%) og lægst í vesturhluta Reykjavíkur (6%). Í tilfelli einstaklinga var ávöxtunin hæst í Reykjanesbæ (tæp 8%) og lægst í vesturhluta Reykjavíkur (6%).

Útreikningar Þjóðskrár á ávöxtun eru mjög einfaldir. Leiguverð samkvæmt þinglýstum leigusamningum er borið saman við fasteignamat viðkomandi eignar og þannig fengin ávöxtun á ársgrundvelli. Engin tilraun er gerð til þess að áætla aðra kostnaðarliði við leigustarfsemi og er það ekki heldur gert hér. En gera má ráð fyrir því að rekstrarkostnaður sé mjög ólíkur eftir leigusölum og svæðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Ávöxtun af húsaleigu farið lækkandi síðustu ár (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

3

No filter applied

Tengdar greinar