Hagsjá

Minnsti hagvöxtur síðan 2010

Tölur um þjóðhagsreikninga á öðrum ársfjórðungi benda til áframhaldandi kólnunar hagkerfisins.

30. ágúst 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Hagvöxtur mældist 1,4% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Til samanburðar telur Hagstofan að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,9% á fyrsta ársfjórðungi sem þá var fyrsti samdrátturinn í landsframleiðslu síðan á fyrsta fjórðungi 2014. Á fyrri hluta ársins mældist 0,3% hagvöxtur en svo lítill hefur vöxturinn ekki verið síðan árið 2010 þegar hann dróst saman um 5,5%.
Hagvöxtur borinn af einkaneyslu, samneyslu og utanríkisviðskiptum

Hagvöxtur á öðrum fjórðungi var mikið til borinn af vexti einkaneyslu og samneyslu en framlag utanríkisviðskipta vó þó enn þyngra. Það skýrist ekki af vexti útflutnings vöru og þjónustu sem dróst saman heldur af töluvert miklum samdrætti í innflutningi vöru og þjónustu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minnsti hagvöxtur síðan 2010 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar