Vikubyrjun

Vikubyrjun 9. september

Hratt hefur dregið úr vaxtamun á langtíma og skammtíma ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum síðustu misseri. Vaxtamunurinn er nú nánast horfinn en verði hann neikvæður er gjarnan litið á það sem sterka vísbendingu um að samdráttarskeið sé framundan.

9. september 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í ágúst.

Mynd vikunnar

Hagspekingar og fjárfestar fylgjast margir hverjir grannt með lögun vaxtakúrfunnar í Bandaríkjunum, enda hefur hún oft reynst góð vísbending um hvert hagkerfið stefni á næstu mánuðum (sjá útskýringu Reuters). Þannig hefur munurinn á ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum til 10 ára og 2ja ára verið neikvæður í aðdraganda allra samdráttarskeiða síðustu ára. Þessi munur hefur leitað hratt niður á við síðustu misseri og er núna rétt við núll.


Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 9. september 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 9. september 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 9. september 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar