Hagsjá

Spáum 3,0% verðbólgu í september

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 3,2% í 3,0%. VNV hækkaði um 0,28% milli mánaða í ágúst, en opinberar spár lágu á bilinu +0,2% til +0,3. Við höfðum spáð +0,2%.

13. september 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 27. september nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 3,2% í 3,0%.

Bráðabirgðaspá okkar til næstu þriggja mánaða er eftirfarandi:

  • Okt: +0,2% milli mánaða, 2,6% ársverðbólga
  • Nóv: +0,0% milli mánaða, 2,4% ársverðbólga
  • Des: +0,5% milli mánaða, 2,1% ársverðbólga.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum 3,0% verðbólgu í september (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5

No filter applied

Tengdar greinar