Vikubyrjun

Vikubyrjun 16. september

Í síðustu viku lækkaði Evrópski seðlabankinn meginvexti bankans um 0,1 prósentustig og verða þeir eftir breytinguna -0,5%. Auk þess tilkynnti bankinn um ýmsar aðgerðir sem hann hyggst grípa til með það að markmiði að örva hagkerfi evrusvæðisins, en bankinn lækkaði spá sína um bæði verðbólgu og hagvöxtu til næstu ára.

16. september 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun.
  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs.
  • Á miðvikudag birtir Þjóðskrá vísitölu leiguverðs.

Mynd vikunnar

Í síðustu viku lækkaði Evrópski seðlabankinn meginvexti bankans, þ.e. innlánavextir banka hjá seðlabankanum, um 0,1 prósentustig. Eftir lækkunina eru þeir -0,5%. Auk þess tilkynnti bankinn um ýmsar aðgerðir sem hann hyggst grípa til með það að markmiði að örva hagkerfi evrusvæðisins, en bankinn lækkaði spá sína um bæði verðbólgu og hagvöxt til næstu ára. Þess má geta að þetta er líklega næst síðasta vaxtaákvörðunin sem Mario Draghi kynnir því Christine Lagarde tekur við sem seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans þann 1. nóvember.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 16. september 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 16. september 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 16. september 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar