Vikubyrjun

Vikubyrjun 30. september

Hlutfall skiptifarþega um Leifsstöð hefur verið mun lægra á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Það þýðir að hlutfallslega fleiri farþegar sem fara í gegnum Leifsstöð koma sem ferðamenn, þ.e. til þess að heimsækja landið en ekki bara til að millilenda. Þetta er meginástæða þess að ferðamönnum hefur fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti í upphafi.

30. september 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Ísland, Við búumst við 0,25 prósentustiga lækkun.
  • Á föstudag birtir Ferðamálastofa tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.

Mynd vikunnar

Hlutfall skiptifarþega um Leifsstöð hefur verið mun lægra á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Það þýðir að hlutfallslega fleiri farþegar sem fara í gegnum Leifsstöð koma sem ferðamenn, þ.e. til þess að heimsækja landið. Ástæðan fyrir þessu er m.a. stefna Icelandair um að hækka hlutfall erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað skiptifarþega. Þetta er meginástæða þess að ferðamönnum hefur fækkað minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti í upphafi.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 30. september 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 30. september 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 30. september 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

7

No filter applied

Tengdar greinar