Vikubyrjun

Vikubyrjun 4. nóvember

Í nýbirtri hagspá okkar fyrir árin 2019-2022 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman á þessu ári og að hagvöxtur verði neikvæður um 0,4%. Horfur eru á hóflegum efnahagsbata á næstu árum og við búumst við að hagvöxtur á Íslandi verði jákvæður um 2% árið 2020 og heldur meiri á árunum 2021 og 2022. Verðbólga verður nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans og vextir lágir, samkvæmt spá okkar.

4. nóvember 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabanki Íslands vaxtaákvörðun. Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda vöxtum óbreyttum. Samhliða ákvörðuninni verða Peningamál 2019/4 birt. Festi, Heimavellir og Sýn birta árshlutauppgjör. Ferðamálastofa birtir talningu á ferðamönnum um Leifsstöð.
  • Á fimmtudaginn birtir Reginn árshlutauppgjör.

Mynd vikunnar

Í nýbirtri þjóðhags- og verðbólguspá okkar fyrir árin 2019-2022 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman á þessu ári og að hagvöxtur verði neikvæður um 0,4%. Horfur eru á hóflegum efnahagsbata á næstu árum og við búumst við að hagvöxtur á Íslandi verði jákvæður um 2% árið 2020 og heldur meiri á árunum 2021 og 2022. Verðbólga verður nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans og vextir lágir, samkvæmt spá okkar.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 4. nóvember 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 4. nóvember 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 4. nóvember 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar