Hagsjá

Lægra álverð og loðnubrestur skýra samdrátt vöruútflutnings á árinu

Sveiflur í álverði hafa mikil áhrif á verðmæti vöruútflutnings frá landinu.

7. nóvember 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Vöruútflutningur á fyrstu þremur fjórðungum ársins nam 434,1 ma.kr. og dróst hann saman um 2,5 ma.kr. eða 0,6% á föstu gengi krónunnar. Meginástæðan fyrir samdrættinum liggur í minna útflutningsverðmæti áls og álafurða en einnig hafði loðnubrestur töluverð áhrif.
Útflutningur áls og álafurða nam 161 ma.kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins og dróst hann saman um 27,9 ma.kr. eða 14,7% á föstu gengi miðað við sama tímabil í fyrra. Útflutningur loðnu nam 7,2 ma.kr. og dróst hann saman um 10,2 ma.kr. eða 59%. Í tonnum talið nam samdrátturinn 80%. Engar veiðar voru heimilar og má því gera ráð fyrir því að útflutning á þessu ári megi skýra með birgðum frá fyrra ári.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Lægra álverð og loðnubrestur skýra samdrátt vöruútflutnings á árinu (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar