Hagsjá

Verð íslenskra sjávarafurða í sögulegu hámarki

Verð íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur hækkað verulega á árinu.

20. nóvember 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verð sjávarafurða hefur hækkað töluvert á þessu ári mælt í erlendri mynt og hefur hækkunin verið töluvert umfram hækkun almenns verðlags erlendis. Hækkunin á þriðja ársfjórðungi nam 9,3% milli ára og er það mesta hækkun á 12 mánaða grundvelli síðan á öðrum fjórðungi 2015, þegar verðið hækkaði um 13,3%.

Á fyrstu þremur fjórðungum ársins var verðið að 8,2% hærra en á sama tímabili í fyrra. Til samanburðar hækkaði verðvísitala Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á kjöti um 2,5% milli sömu tímabila. Litið yfir lengra tímabil hefur verð íslenskra sjávarafurða hækkað meira en heimsmarkaðsverð á kjöti. Þannig nemur hækkun verðs á íslenskum sjávarafurðum um 50% frá árinu 2010 en verðhækkun á kjöti nemur á sama tímabili 20%. Hér er þó rétt að benda á að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum fer ekki allur beint til manneldis og má þar nefna mjöl sem er m.a. notað sem fóður í fiskeldi.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða í sögulegu hámarki (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar