Vikubyrjun

Vikubyrjun 25. nóvember

Miklar sviptingar hafa verið í fjölda launþega sem starfa við íbúðabyggingu og í ferðaþjónustu síðustu ár. Eftir mikla fjölgun síðustu ár mælist núna fækkun launþega í báðum þessum geirum á milli ára.

25. nóvember 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 í dag birtir Hagstofan þjónustujöfnuð við útlönd ásamt völdum liðum vöru- og þjónustuviðskipta fyrir 3. ársfj.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs, við gerum ráð fyrir óbreyttu gildi vísitölunnar milli mánaða.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 3. ársfj. 2019.

Mynd vikunnar

Miklar sviptingar hafa verið í fjölda launþega sem starfa við íbúðabyggingu og í ferðaþjónustu síðustu ár. Þannig fjölgaði launþegum í íbúðabyggingu mjög hratt á árunum 2013 til 2017. Síðan hefur mjög dregið úr þessari fjölgun, en launafólki við íbúðabyggingu fækkaði í fyrsta sinn milli ára síðan 2012 í ágúst og september á þessu ári. Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði einnig mjög hratt á árunum 2010 til 2016, en frá upphafi ársins 2017 hefur dregið stöðugt úr fjölguninni í þessum greinum. Launafólki í ferðaþjónustu tók að fækka milli ára strax í febrúar 2019. Þróunin í öðrum greinum hefur verið öllu jafnari.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. nóvember 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 25. nóvember 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 25. nóvember 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

3

No filter applied

Tengdar greinar