Hagsjá

Hagkerfið dróst saman á þriðja ársfjórðungi

Áfram koma vísbendingar um kólnun í hagkerfinu. Landsframleiðslan dróst saman um 0,1% á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra.

29. nóvember 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Landsframleiðslan dróst saman um 0,1% á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Einnig mældist samdráttur á fyrsta ársfjórðungi og nam hann 1,2%. Hagvöxtur var hins vegar jákvæður um 2% á öðrum fjórðungi.




Samdráttur skýrist einungis af samdrætti útflutnings

Samdrátt landsframleiðslu á þriðja fjórðungi má einungis skýra með miklum samdrætti í útflutningi. Samdrátturinn nam 12,9% miðað við sama tímabil í fyrra. Ársfjórðungsgögn Hagstofunnar ná aftur til ársins 1995 og frá þeim tíma er þetta mesti samdráttur útflutnings á einum fjórðungi sem mælst hefur. Bæði útflutningur vöru og þjónustu dróst saman á fjórðungnum. Vöruútflutningur dróst saman um 5,2% en þjónustuútflutningur um 16,7% og skýrist samdráttur útflutnings vöru og þjónustu að megninu til af samdrætti þjónustuútflutnings. Sá samdráttur skýrist síðan aftur af brotthvarfi WOW air á þessu ári.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagkerfið dróst saman á þriðja ársfjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

3

No filter applied

Tengdar greinar