Vikubyrjun

Vikubyrjun 2. desember

Samkvæmt þjóðhagsreikningum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins mældist 0,2% hagvöxtur, en við spáum 0,4% samdrætti í ár. Framlag helstu undirliða til hagvaxtar á fyrstu níu mánuðunum er mjög svipað og við spáum fyrir árið í heild. Mesti munur á okkar spá og mælingu Hagstofunnar liggur í mun meiri samdrætti á innflutningi en við spáðum fyrir árið í heild, en samdráttur á innflutningi kemur til hækkunar hagvexti.

2. desember 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnum á 3. ársfj. og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins.
  • Á miðvikudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda farþega um Leifsstöð í nóvember.
  • Á föstudag birtir Icelandair flutningstölur fyrir nóvember.

Mynd vikunnar

Eftir samfelldan hagvöxt frá 2011 til 2018 sjáum við fram á lítilsháttar samdrátt í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins mældist 0,2% hagvöxtur, en við  spáum 0,4% samdrætti í ár. Framlag helstu undirliða til hagvaxtar á fyrstu níu mánuðunum er mjög svipað og við spáum fyrir árið í heild. Mesti munur á spá okkar og mælingu Hagstofunnar liggur í mun meiri samdrætti á innflutningi (-9,7%) en við búumst við fyrir árið í heild (-6,4%), en samdráttur á innflutningi kemur til hækkunar hagvexti.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 2. desember 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 2. desember 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 2. desember 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar