Hagstofan birtir desembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 19. desember. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,4% hækkun milli mánaða.
Fækkun erlendra ferðamanna hefur komið misjafnlega niður á einstökum landsvæðum.
Gistinætur á hótelum námu rúmum 818 þúsund í október og fjölgaði þeim um 2,7% frá sama mánuði í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 5,2% og gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 2,7%. Þetta er mesta fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna á þessu ári en áður hafði fjölgunin verið næstmest í ágúst, 1,8%. Á fyrstu 6 mánuðum ársins mældist samfelld fækkun erlendra ferðamanna borið saman við sama tímabil árið áður. Í þremur af síðustu fjórum mánuðum hefur gistinóttum erlendra ferðamanna farið fjölgandi á ný.
Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.
Skráðu þig á póstlistaInnihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.