Vikubyrjun

Vikubyrjun 16. desember

Upplifun fólks af stöðu mála á húsnæðismarkaði virðist hafa batnað talsvert síðustu ár. Á sama tíma benda útreikningar Hagstofunnar til þess að hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað sé nokkurn veginn óbreytt.

16. desember 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í nóvember.
  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan desembermælingu vísitölu neysluverðs. Við búumst við 0,4% hækkum milli mánaða.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn Hagvísa.

Mynd vikunnar

Nýbirt gögn úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands benda til þess að um 15% heimila töldu sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar í fyrra og hefur það hlutfall lækkað stöðugt frá 2011, þegar það mældist 32%. Upplifun fólks af stöðu mála á húsnæðismarkaði hefur því batnað talsvert. Á sama tíma benda útreikningar Hagstofunnar til þess að hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað sé nokkurn veginn óbreytt. Um 12% heimila verja 40% eða meiru af ráðstöfunartekjum í húsnæði og hefur það hlutfall haldist nær stöðugt síðustu ár.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 16. desember 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 16. desember 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 16. desember 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

17

No filter applied

Tengdar greinar