Hagsjá

Verð á hótelgistingu í Reykjavík lækkaði um 12,5% í fyrra

Verri herbergjanýting á síðasta ári sem má rekja að einhverju leyti til brottfalls WOW air hefur haft áhrif á verðlagningu gistingar.

2. janúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verð á hótelgistingu í Reykjavík var 15,8% lægra í desember síðastliðnum mælt í evrum en í sama mánuði árið 2018. Þetta var 16. mánuðurinn í röð sem verðið lækkaði á 12 mánaða grundvelli. Meðalverðið á síðasta ári var 140,1 evrur borið saman við 160 evrur árið 2018 og lækkaði verðið því um 12,5% milli ára. Verðið lækkaði á 12 mánaða grundvelli alla mánuði síðasta árs. Nokkuð skýrt mynstur var í verðlækkuninni. Þannig lá verðlækkunin á bilinu 12,2-17,2% frá maí og til áramóta. Verðlækkunin á fyrstu mánuðum ársins, þ.e. janúar til apríl lá hins vegar á bilinu 4,1-9,1%. Ástæðan fyrir mun meiri verðlækkun frá og með maí liggur eflaust að mestu leyti í brotthvarfi WOW air sem fór í þrot í lok mars. Sé litið til verðþróunar mælt í krónum lækkaði verðið um 3,3% milli ára og skýrist minni verðlækkun í krónum af veikingu krónunnar milli ára.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð á hótelgistingu í Reykjavík lækkaði um 12,5% í fyrra (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar