Hagsjá

Verulega hefur dregið úr rekstrarhagnaði hótela og gistiheimila

Verulega hefur hægt á vexti íslenskrar ferðaþjónustu síðustu misserin og sést það greinilega í rekstri fyrirtækja.

10. janúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verulega hefur dregið úr rekstrarhagnaði hótela og gistiheimila undanfarin ár. Árið 2018 nam rekstrarhagnaður þeirra að teknu tilliti til afskrifta (EBIT) um 8,5 mö. kr. sem gerir um 9,3% af tekjum, en tekjurnar námu tæpum 92 mö. kr. Til samanburðar nam rekstrarhagnaðurinn um 12 mö. kr. árið 2016 þegar hann var mestur og var hann þá 14,7% af tekjum.
Rekstrarhagnaðurinn dróst saman milli áranna 2016 og 2017, þegar hann nam 9,2 mö. kr., og einnig á milli 2017 og 2018. Þrátt fyrir lækkun rekstrarhagnaðar undanfarin ár var hann enn töluvert hár árið 2018 í sögulegu ljósi og einungis hærri árin 2016 og 2017.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verulega hefur dregið úr rekstrarhagnaði hótela og gistiheimila (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar