Hagsjá

Áframhaldandi loðnubrestur kæmi harðast niður í Vestmannaeyjum

Það stefnir í að enginn loðnukvóti verði gefinn út í ár og yrði það annað árið í röð að það gerist.

17. janúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að ekkert verði af loðnuvertíð á þessu ári og yrði það því annað árið í röð sem veiðar á loðnu myndu bregðast. Nokkur skip eru nú í loðnuleit og því ekki útilokað að loðna finnist í veiðanlegu magni en núverandi veiðiregla gerir ráð fyrir að veiða allt magn af metinni stofnstærð umfram 400 þúsund tonn.
Engin loðnuveiði í fyrra í fyrsta skiptið frá því byrjað var að veiða hana 1963

Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áframhaldandi loðnubrestur kæmi harðast niður í Vestmannaeyjum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

12

No filter applied

Tengdar greinar