Hagsjá

Lengsta tímabil raunverðshækkana á íbúðamarkaði

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað samfellt í 9 ár sem er lengsta tímabil raunverðshækkana sem gögn ná til. Kaupmáttur hefur einnig aukist stöðugt milli ára og þróast nú í auknum mæli í takt við hækkanir á raunverði íbúða.

27. janúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við greindum frá því í síðustu viku að raunverð íbúða hækkaði lítillega milli ára í fyrra og fylgdi því mjög náið hækkun á almennu verðlagi. Ef litið er til þróunar raunverðs íbúða frá upphafi mælinga má sjá að verðið hefur nú hækkað samfellt milli ára síðustu 9 ár sem er lengsta tímabil raunverðshækkana sem gögn ná til.

Síðast þegar raunverðshækkanir mældust verulega miklar á einu ári fylgdi lækkun í kjölfarið nokkrum árum síðar, en það hefur ekki gerst enn sem komið er. Raunverð hækkaði nokkuð mikið, eða alls um 21,6%, milli ára árið 2017 og ekki hefur komið til lækkunar í kjölfarið líkt og gerðist eftir mikla hækkun árið 2000 og eins 2005.

Það eru því vísbendingar um að staðan sé önnur núna, og til þess að átta sig betur á henni getur reynst gagnlegt að skoða breytingar á íbúðaverði í samhengi við þær stærðir sem stýra kaupgetu fólks, meðal annars kaupmáttarstigið í landinu.
Kaupmáttur launa jókst milli ára í fyrra og það meira en sem nemur hækkun á raunverði íbúða. Ef litið er til þróunar á síðustu tveimur árum þá hefur kaupmáttur og raunverð hækkað með sama hraða, hvor um sig um 6% á tveimur árum. Það er vísbending um heilbrigðari þróun fasteignaverðs en síðustu ár þar á undan.

Þróunin hefur hins vegar ekki alltaf verið þessi. Ef litið er til lengri tímabila hefur raunverð íbúða almennt hækkað hraðar en kaupmáttur, en þó háð sveiflum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Lengsta tímabil raunverðshækkana á íbúðamarkaði (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

3

No filter applied

Tengdar greinar