Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum í febrúar

Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, sem er jafnframt fyrsti fundur ársins. Ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 5. febrúar.

30. janúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Peningastefnunefnd lækkaði vexti bankans um 1,5 prósentustig á síðasta ári. Ákveðið var að halda vöxtum óbreyttum á síðasta ákvörðunarfundi, eftir samfellda lækkun frá því í maí.

Þegar vextir voru síðast lækkaðir var í yfirlýsingu nefndarinnar tekið fram að það vaxtastig ætti að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta. Í ljósi þess að engar afgerandi upplýsingar um stöðu hagkerfisins hafa borist síðan er fátt sem bendir til þess að hróflað verði við vöxtum að þessu sinni. Tölur um hagvöxt á fjórða ársfjórðungi síðasta árs liggja ekki fyrir fyrr en í lok febrúar. Hagfræðideild telur líklegt að Peningastefnunefndin vilji halda vöxtum óbreyttum núna og eiga þannig inni fyrir vaxtalækkun þegar fram líða stundir, komi í ljós að krafturinn í hagkerfinu sé minni en búist var við.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum í febrúar (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar