Hagsjá

Færri og vistvænni bílar nýskráðir

Nýskráðum fólksbifreiðum fækkar á sama tíma og bílum knúnum áfram af vistvænum orkugjöfum fjölgar hlutfallslega mikið.

11. febrúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Í fyrra voru um 13.700 bifreiðar nýskráðar hér á landi og fækkaði skráningum um 36% milli ára. Þessi mikli samdráttur kemur þó ekki sérstaklega á óvart þar sem nýskráningum hafði fjölgað verulega á síðustu árum, meðal annars í takt við fjölgun ferðamanna.
Nýskráningum fækkar, en þær taka einnig breytingum í átt að auknu vægi vistvænni bíla. Rúmlega 30% allra nýskráðra bifreiða í fyrra voru raf- eða tvinnbílar samanborið við 5% árið 2014. Vinsældir bíla sem eru að hluta til, eða öllu leyti, knúnir áfram af orkugjöfum öðrum en bensíni eða dísel hafa þannig aukist verulega á síðustu árum.

Árið 2014 voru um 480 raf- eða tvinnbílar nýskráðir hér á landi. Árið 2018 hafði fjöldinn tífaldast en þá voru rúmlega 4.800 bílar af slíkri gerð nýskráðir. Í fyrra dróst fjöldinn örlítið saman og þá voru nýskráðir 4.200 raf- og tvinnbílar.

Fyrstu gögn varðandi árið í ár benda til þess að vistvænir bílar verði vinsælli en nokkru sinni fyrr. Af þeim 823 fólksbifreiðum sem voru nýskráðar í janúar voru raf- eða tvinnbílar 55%, eða 451 talsins samkvæmt upplýsingum á vef Samgöngustofu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Færri og vistvænni bílar nýskráðir (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar