Vikubyrjun

Vikubyrjun 17. febrúar

Í fyrra voru um 13.700 bifreiðar nýskráðar hér á landi og fækkaði skráningum um 36% milli ára. Rúmlega 30% allra nýskráðra bifreiða í fyrra voru raf- eða tvinnbílar samanborið við 5% árið 2014.

17. febrúar 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birta Reitir uppgjör.
  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vístölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
  • Á fimmtudag birtir Síminn uppgjör.

Mynd vikunnar

Í fyrra voru um 13.700 bifreiðar nýskráðar hér á landi og fækkaði skráningum um 36% milli ára. Þessi mikli samdráttur kemur þó ekki sérstaklega á óvart þar sem nýskráningum hafði fjölgað verulega á síðustu árum, meðal annars í takt við fjölgun ferðamanna. Rúmlega 30% allra nýskráðra bifreiða í fyrra voru raf- eða tvinnbílar samanborið við 5% árið 2014. Vinsældir bíla sem eru að hluta til, eða öllu leyti, knúnir áfram af orkugjöfum öðrum en bensíni eða dísel hafa þannig aukist verulega á síðustu árum.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 17. febrúar 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 17. febrúar 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 17. febrúar 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

7

No filter applied

Tengdar greinar