Hagsjá

Húsnæðisverð og krónan voru helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðustu ár

Verðbólga hefur verið nokkuð lág og stöðug síðustu ár, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. Samsetning verðbólgunnar hefur þó tekið talsverðum breytingum á tímabilinu.

25. febrúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Vísitala neysluverðs mælir verðbreytingar á tilteknu safni af vörum og þjónustu. Vægi einstakra liða er ákvarðað út frá rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan framkvæmir og á vísitalan því að endurspegla útgjöld dæmigerðs íslensks heimilis. Verðbólga mælir hversu mikið vísitala neysluverðs hefur hækkað yfir tólf mánaða tímabil.

Ef við skoðum verðbólgu á 4. ársfjórðungi árin 2014 til 2017 sést að tveir undirliðir, húsnæði og innfluttar vörur, vógust á. Húsnæði var til hækkunar þessi ár en innfluttar vörur til lækkunar. Árið 2018 varð töluverð breyting á, m.a. vegna veikingar krónunnar, og framlag innfluttra vara fór að vega til hækkunar á 4. ársfjórðungi þess árs. Það vildi þó svo vel til að um svipað leyti hægði verulega á hækkun húsnæðiskostnaðar. Framlag bæði húsnæðis og innfluttra vara lækkaði síðan milli 4. ársfj. 2018 og 2019.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Húsnæðisverð og krónan voru helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðustu ár (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar