Hagsjá

Verulega hægði á neyslu í janúar eftir hátíðirnar en hún þó meiri en fyrir ári síðan

Íslendingar virðast hafa eytt örlítið meiru í janúar í ár en í fyrra. Alls jókst greiðslukortavelta um 2,1% að raunvirði milli ára. Neysla janúarmánaðar var þó lítil í samanburði við fyrri mánuði.

26. febrúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Velta tengd verslunum og þjónustu innanlands nam tæpum 59 mö. kr. í janúar og var 1,4% meiri en í janúar fyrir ári síðan, miðað við fast verðlag samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands. Samsvarandi kortavelta var 76 ma. kr. í desember og neysla janúarmánaðar því nokkuð hófleg í kjölfar hátíðanna. Velta í verslunum innanlands í stökum mánuði hefur ekki mælst minni síðan í febrúar á síðasta ári, en neysla er oft minni í janúar og febrúar en aðra mánuði ársins.




Íslendingar virtust þó duglegri en áður að versla erlendis í upphafi árs og á þetta bæði við um netverslun og verslun í útlöndum. Alls nam greiðslukortavelta erlendis 14,5 mö. kr. í janúar og var 5,2% meiri en fyrir ári síðan miðað við fast gengi. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi færri utanlandsferða Íslendinga. Samanlagt mældist vegin raunaukning í greiðslukortaveltu 2,1% milli ára í janúar sé litið til veltu í þessum flokkum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verulega hægði á neyslu í janúar eftir hátíðirnar en hún þó meiri en fyrir ári síðan (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

6

No filter applied

Tengdar greinar