Hagsjá

Metafgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á 4. ársfjórðungi þrátt fyrir áföll í útflutningi

Verulega hægðist á hagkerfinu á síðasta ári en afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum er enn á jákvæðum nótum.

27. febrúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 43,9 mö. kr. á 4. ársfjórðungi 2019. Þetta er metafgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi hvort sem hann er mældur á föstu gengi krónunnar eða gengi hvers tíma.

Á sama tíma árið áður var 1,3 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd og því nemur viðsnúningurinn um 45,2 mö. kr. milli ára. Skýringin liggur bæði í meiri afgangi af þjónustuviðskiptum og minni halla af vöruviðskiptum.

Fyrir árið í heild nam afgangur af viðskiptum með vörur og þjónustu við útlönd ríflega 140 mö. kr. í fyrra samanborið við 84 ma. kr. árið áður.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Metafgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á 4. ársfjórðungi þrátt fyrir áföll í útflutningi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

7

No filter applied

Tengdar greinar