Hagsjá

Hagvöxtur á mann dróst saman á síðasta ári

Þrátt fyrir að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið töluvert hærri en spár gerðu ráð fyrir drógust umsvif í hagkerfinu engu að síður saman.

28. febrúar 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands var umtalsvert meiri hagvöxtur á síðasta ári en spár gerðu ráð fyrir. Landsframleiðslan jókst um 4,7% á fjórða ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið áður, 0,4% á þriðja ársfjórðungi, 2,8% á öðrum fjórðungi en 0,4% samdráttur mældist á fyrsta fjórðungi. Yfir árið í heild mældist 1,9% hagvöxtur sem er mun meiri vöxtur en vænst hafði verið. Þrátt fyrir töluverðan hagvöxt voru umsvif í hagkerfinu engu að síður að dragast saman því þjóðarútgjöld lækkuðu um 0,1% milli ára og hagvöxtur á hvern íbúa var neikvæður um 0,3%. Hagvöxturinn á síðasta ári skýrist því fyrst og fremst af miklum samdrætti í innflutningi.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagvöxtur á mann dróst saman á síðasta ári (PDF)


Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5

No filter applied

Tengdar greinar