Vikubyrjun

Vikubyrjun 2. mars

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands mældist 1,9% hagvöxtur á síðasta ári. Skýrist hagvöxturinn fyrst og fremst af því að innflutningur dróst verulega saman milli ára. Bæði þjóðarútgjöld (sem er samtala einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndunar) og hagvöxtur á mann stóðu hins vegar nokkurn veginn í stað milli ára.

2. mars 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 í dag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð á 4. ársfj. og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn fjármálareikninga fjármálafyrirtækja.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi.

Mynd vikunnar

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands mældist 1,9% hagvöxtur á síðasta ári. Þrátt fyrir töluverðan hagvöxt voru umsvif í hagkerfinu engu að síður að dragast saman sem sést á að þjóðarútgjöld lækkuðu um 0,1% milli ára og hagvöxtur á hvern íbúa var neikvæður um 0,3%. Hagvöxturinn á síðasta ári skýrist því fyrst og fremst af miklum samdrætti í innflutningi.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 2. mars 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 2. mars 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 2. mars 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5

No filter applied

Tengdar greinar