Hagsjá

Mikil fjölgun gistinátta í janúar en blikur eru á lofti

Gistinætur á hótelum hér á landi námu 292 þúsund og fjölgaði þeim um 7,2% frá sama mánuði í fyrra. Þetta er mesta fjölgun gistinátta á hótelum síðan í október árið 2018. Covid-19 veiran mun án efa hafa nokkur áhrif á íslenska ferðaþjónustu á árinu.

3. mars 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt


Asíubúar og Íslendingar á bak við fjölgunina í janúar

Það sem helst skýrir fjölgunina er fjölgun gistinátta Asíubúa og Íslendinga. Framlag Asíubúa til fjölgunarinnar var 6,2 prósentustig en Íslendinga 2,4 prósentustig. Ef ekki hefði mælst fjölgun hjá þessum hópum hefði heildarfjöldi gistinátta dregist saman um 1,5%.
Það sem helst dró niður fjölgun gistinátta á síðasta ári var fækkun gistinátta Norður-Ameríkubúa um tæplega 13 þúsund gistinætur eða sem nemur 10,2% miðað við fyrra ár. Það skýrist síðan aftur af mun meiri hlutfallslegri fækkun í komum þeirra hingað til lands en fækkun Evrópubúa. Sú þróun skýrist síðan aftur af því að hlutdeild WOW air í flugi til og frá Norður-Ameríku var mun meiri en hlutdeild í flugi til og frá Evrópu. Brotthvarf WOW air skildi því eftir sig mun meira skarð Norður-Ameríkumegin. Neikvætt framlag Norður-Ameríku til heildarfjölgunar gistinátta lá á bilinu -5,7-0 prósentustig á síðasta ári en það var neikvætt um 2,6 prósentustig í janúar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikil fjölgun gistinátta í janúar en blikur eru á lofti (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5

No filter applied

Tengdar greinar