Hagsjá

Hvernig hagfræðingum gekk að spá fyrir um 2019

Ef við skoðum spár um hagvöxt 2019 sem voru birtar 2018 sést að Seðlabankinn, Hagstofa Íslands og Hagfræðideild bjuggust við nokkuð góðum hagvexti 2019 á þeim tíma. Vorið 2019 urðu nokkur áföll í útflutningsatvinnuvegum þegar WOW air hætti starfsemi og endanlega var útséð um loðnuveiðar á árinu. Eins og ætla mætti hafði þetta áhrif á hagvaxtarspár, en í spám allra þriggja aðila sem birtar voru í maí 2019 höfðu horfurnar verið færðar verulega niður og gert ráð fyrir samdrætti.

9. mars 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við vorum bjartsýnust og bjuggumst við 4% hagvexti á meðan Hagstofan og Seðlabankinn áttu von á að hagvöxturinn yrði rétt við eða aðeins undir 3%. Vorið 2019 urðu nokkur áföll í útflutningsatvinnuvegum þegar WOW air hætti starfsemi og endanlega var útséð um loðnuveiðar á árinu. Eins og ætla mætti hafði þetta áhrif á hagvaxtarspár, en í spám allra þriggja aðila sem birtar voru í maí 2019 höfðu horfurnar verið færðar verulega niður og gert ráð fyrir samdrætti, sem yrði í mesta lagi 0,5%.
Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í lok febrúar 2020 jókst landsframleiðslan um 1,9% að raunvirði milli ára. Munur á spánum sem birtar voru 2018 og rauntölum liggur að miklu leyti í að gert var ráð fyrir mun meiri fjárfestingu og útflutningi. Á móti kemur að einnig var gert ráð fyrir meiri innflutningi sem kemur til frádráttar. Munurinn á spánum sem birtar voru eftir þessi áföll í ferðaþjónustu og sjávarútvegi og þjóðhagsreikningum liggur fyrst og fremst í að allir þrír spáaðilar vanmátu umfang samdráttar á innflutningi milli ára.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hvernig hagfræðingum gekk að spá fyrir um 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

4

No filter applied

Tengdar greinar