Vikubyrjun

Vikubyrjun 9. mars

Þrátt fyrir veruleg áföll í útflutningsatvinnuvegum á síðasta ári jókst afgangur af viðskiptum við útlönd milli ára. Þar lagðist ýmislegt á eitt. Innflutningur dróst saman milli ára, einnig var útflutningur á skipum og flugvélum verulegur, en meðal annars seldi Wow air fjórar þotur til Air Canada áður en félagið fór í þrot.

9. mars 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Eftir lokun markaða í dag birta Lánamál ríkisins mánaðarlegt rit sitt, Markaðsupplýsingar.
  • Á þriðjudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda erlendra ferðamanna um Leifsstöð.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun og Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi.

Mynd vikunnar

Þrátt fyrir veruleg áföll í útflutningsatvinnuvegum á síðasta ári jókst afgangur af viðskiptum við útlönd milli ára. Þar lagðist ýmislegt á eitt. Innflutningur dróst saman milli ára, einnig var útflutningur á skipum og flugvélum verulegur, en meðal annars seldi WOW air fjórar þotur til Air Canada áður en félagið fór í þrot. Mikil aukning var á tekjum af innlendum hugverkaréttindum erlendis, sem má líklegast rekja til tekna af innlendum lyfja- og rannsóknarleyfum. Loks var samdráttur á hagnaði af beinum erlendum fjárfestingum hér á landi, en slíkur hagnaður kemur til frádráttar við útreikning á viðskiptajöfnuði.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 9. mars 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 9. mars 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 9. mars 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

4

No filter applied

Tengdar greinar