Hagsjá

Greiðslukortavelta jókst lítillega milli ára í febrúar

Kortavelta í verslunum innanlands jókst um 1,3% milli ára í febrúar. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga heldur minna, eða um 0,3%. Minni líkur eru á utanlandsferðum á næstunni vegna útbreiðslu Covid-19 og gæti kortavelta erlendis því farið minnkandi ásamt því sem samsetning innlendrar neyslu gæti tekið breytingum í ljósi samkomubanns. Áhrifin eru þó óljós á þessari stundu.

16. mars 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Innlend greiðslukortavelta tengd verslunum og þjónustu innanlands nam 57,5 mö. kr. í febrúar og var 1,3% meiri en í febrúar fyrir ári síðan, miðað við fast verðlag. Samsvarandi kortavelta var 59,6 ma. kr. í janúar og neysla Íslendinga í febrúar því ögn minni en í janúar enda færri dagar í febrúarmánuði. Alls nam greiðslukortavelta erlendis 13,7 mö. kr. í febrúar og var áþekk því sem var í febrúar fyrir ári síðan, eða 0,3% meiri miðað við fast gengi. Samanlagt mældist vegin raunaukning í greiðslukortaveltu 1,2% milli ára í febrúar sé litið til veltu í þessum flokkum.
Í ljósi nýjustu fregna af útbreiðslu COVID-19 má búast við breytingum í ferðavenjum Íslendinga þar sem verulega gæti dregið úr utanlandsferðum. Útgjöld Íslendinga erlendis hafa síðustu ár vegið sífellt meira í mælingum Hagstofunnar á einkaneyslu. Þau fóru úr því að vera um 7% neyslunnar árið 2009 upp í tæp 13% árið 2018 og lækkuðu svo niður í 12% í fyrra í kjölfar samdráttar í utanlandsferðum. Færri ferðalög og minni neysla erlendis gætu því haft áhrif til lækkunar á einkaneyslu og þar með hagvöxt í landinu þó áhrifin séu óljós á þessu stigi máls.

Einnig má gera ráð fyrir breytingum á neyslu fólks innanlands á komandi vikum í ljósi samkomubanns. Fólk mun eflaust draga úr eða fresta kaupum á vörum og þjónustu sem tengist samneyti við annað fólk, svo sem eins og á veitingastöðum eða menningarviðburðum. Staðan sem upp er komin er með öllu fordæmalaus og því erfitt að spá fyrir um gang mála næstu vikna.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Greiðslukortavelta jókst lítillega milli ára í febrúar (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar