Vikubyrjun

Vikubyrjun 23. mars

Það sem af er marsmánuði hefur peningastefnunefnd lækkað vexti um 1 prósentustig. Meginvextir Seðlabanka Íslands, sem eru núna skilgreindir sem vextir á 7 daga bundnum innlánum, eru því 1,75% og hafa meginvextir aldrei verið lægri. Gangi spá okkar um verðbólgu í mars eftir, mun verðbólga í mars vera 2,2%, eða 0,45 prósentustigum hærri en meginvextirnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að verðbólga er hærri en meginvextir.

23. mars 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan nánari sundurliðun á launavísitölunni á 4. ársfj.
  • Á fimmtudag er aðalfundur og útgáfa ársskýrslu Seðlabankans.
  • Á föstudag birtir Hagstofan marsmælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum 0,3% hækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 2,4% í 2,2%. Seðlabankinn birtir Hagvísa þennan sama dag.

Mynd vikunnar

Það sem af er marsmánuði hefur peningastefnunefnd lækkað vexti um 1 prósentustig. Meginvextir Seðlabanka Íslands, sem eru núna skilgreindir sem vextir á 7 daga bundnum innlánum, eru því 1,75% og hafa meginvextir aldrei verið lægri. Gangi spá okkar um verðbólgu í mars eftir, mun verðbólga í mars vera 2,2%, eða 0,45 prósentustigum hærri en meginvextirnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að verðbólga er hærri en meginvextir. Síðast gerðist það árið 2012, en þá fór munurinn hæst í 2,4%.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 23. mars 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 23. mars 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 23. mars 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

99e784ea-a5cd-11e6-a582-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar