Hagsjá

Fækkun gistinátta skýrist af fækkun kínverskra ferðamanna vegna Covid-19

Áhrif af minnkandi ferðalögum á íslenska ferðaþjónustu komu fram í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði fyrir ári að gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum fækkar milli ára.

1. apríl 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í febrúar námu um 597 þúsund og fækkaði um 6,9% milli ára. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði fyrir ári að gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum fækkar milli ára. Skýringin á fækkuninni liggur fyrst og fremst í mikilli fækkun gistinátta Kínverja. Gistinóttum þeirra fækkaði um 17.400 milli ára eða um ríflega helming. Þennan samdrátt má fyrst og fremst rekja til þess að ferðatakmarkanir vegna Covid-19 faraldursins höfðu þegar verið settar upp í Kína í febrúar. Sem dæmi um mikil áhrif fækkunar gistinátta Kínverja hefði mælst fjölgun heildargistinátta upp á 0,9% ef ekki hefði komið til nein breyting í gistináttafjölda Kínverja milli ára. Kínverjar hafa verið þeir ferðamenn sem fjölgað hefur hvað hraðast hér á landi hlutfallslega séð á síðustu árum en það mun snúast við á næstu mánuðum rétt eins og með ferðamenn annarra þjóða.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fækkun gistinátta skýrist af fækkun kínverskra ferðamanna vegna Covid-19 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar