Hagsjá

Gert er ráð fyrir miklum samdrætti í ferðalögum í heiminum

Ferðaþjónustan er líklegast sú atvinnugrein sem mun finna hvað mest fyrir efnahagslegum áhrifum af Covid-19 faraldrinum.

8. apríl 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Alþjóðaferðamálastofnunin (UNWTO) gerir ráð fyrir mjög miklum samdrætti í ferðalögum í heiminum á þessu ári. Hlutfallslega verður samdrátturinn margfalt meiri en t.d. í alþjóðafjármálakreppunni 2009. Stofnunin gerir nú ráð fyrir að fækkun ferðalaga milli landa verði á bilinu 20-30% á þessu ári. Það myndi þýða að fjöldi ferðalaga milli landa verði svipaður og á árunum 2012 til 2014. Þessi spá er vitanlega háð mikilli óvissu, enda breytist staðan á útbreiðslu og áhrifum faraldursins dag frá degi. Til að setja þessa spá í samhengi þá nam fækkun ferðalaga milli landa um 4% í fjármálakreppunni 2009. Við þennan samanburð má bæta að árið 2003, þegar SARS-vírusinn herjaði á heimsbyggðina, fækkaði ferðalögum um 0,4%. Hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001 höfðu mikil áhrif á ferðalög í nokkra mánuði á eftir en yfir árið í heild stóð fjöldi ferðalaga nokkurn veginn í stað milli ára (+0,1%). Af þessari upptalningu má ljóst vera að stofnunin spáir gríðarlega miklum áhrifum á ferðaþjónustu í heiminum.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Gert er ráð fyrir miklum samdrætti í ferðalögum í heiminum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar