Hagsjá

Spáum verulegri stýrivaxtalækkun

Á þessum fordæmalausu tímum spáum við því að Seðlabankinn muni taka óvenjulega stórt skref til lækkunar vaxta.

18. maí 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við spáum því að Peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti um 1 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 20. maí.

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur þrívegis á þessu ári lækkað stýrivexti og nemur lækkunin samtals 1,25 prósentum. Í febrúar ákvað nefndin að lækka vexti um 0,25 prósentustig. Þegar efnahagsleg áhrif faraldursins fóru að koma betur í ljós voru vextir lækkaðir tvívegis með einnar viku millibili um miðjan marsmánuð, um 0,5 prósentustig í hvort skiptið. Meginvextir bankans í dag eru 1,75% og hafa þeir ekki áður verið lægri.
Verðbólga líklegast yfir markmið vegna gengisveikingar

Krónan hefur veikst töluvert á síðustu mánuðum og teljum við að öll áhrif þess séu ekki að fullu komin fram í verðlagi. Við teljum því að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum. Samkvæmt nýútkominni hagspá okkar mun verðbólgan fara upp fyrir markmið á þriðja ársfjórðungi og ná hámarki í 3,5% á fjórða fjórðungi ársins. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári mun leiða til þess að verðbólga lækkar niður í markmið á ný. Spá Hagfræðideildar gerir ráð fyrir að verðbólga komist aftur í markmið á fjórða ársfjórðungi á næsta ári og verði nálægt markmiði allt árið 2022.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum verulegri stýrivaxtalækkun (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar