Vikubyrjun

Vikubyrjun 18. maí

Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í síðustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni.

18. maí 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birta Hagar og Iceland Seafood árshlutauppgjör.
  • Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabanki Íslands vaxtaákvörðun, samhliða ákvörðuninni verða Peningamál 2020/1 birt. Brim birtir árshlutauppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan mánaðarlega launavísitölu fyrir apríl.

Mynd vikunnar

Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í seinustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Það verður seint lögð of mikil áhersla á að óvissa er gríðarlega mikil á þessum fordæmalausu tímum, bæði hvað varðar þróun faraldursins sjálfs og efnahagslegar afleiðingar hans. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni. Þar er þó engan veginn á vísan að róa. Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir höfum við því þróað tvær sviðsmyndir samhliða grunnspánni. Í annarri þeirra er gert ráð fyrir talsvert neikvæðari þróun, að veiran blossi upp að nýju eftir að fyrsta bylgjan er um garð gengin. Efnahagsbatinn fer því seinna af stað og verður töluvert veikari á næsta ári en gert er ráð fyrir í grunnspá. Við birtum einnig bjartsýnni sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir hraðari efnahagsbata í heiminum og sterkari eftirspurn í helstu viðskiptalöndum okkar. Sú sviðsmynd gerir ráð fyrir að þróun skilvirkrar meðferðar og/eða bóluefnis gegn Covid-19 gangi talsvert hraðar en nú er útlit fyrir.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. maí 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 18. maí 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 18. maí 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar