Hagsjá

Verð íslenskra sjávarafurða hélt áfram að hækka á fyrsta ársfjórðungi

Efnahagsleg áhrif Covid-19 megnuðu ekki að lækka verð á íslenskum sjávarafurðum á fyrsta ársfjórðungi.

25. maí 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hefur verið í hækkunarfasa undanfarin misseri. Verðið hélt áfram að hækka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og hefur hækkað samfleytt 10 fjórðunga í röð. Síðast lækkaði verðið milli annars og þriðja ársfjórðungs 2017. Verðhækkunin að þessu sinni nam 0,7% miðað við fjórða fjórðung síðasta árs. Verð sjávarafurða í erlendri mynt er nú í sögulegu hámarki.

Covid-19-faraldurinn hefur haft mikil áhrif á verð og sölu á íslenskum sjávarafurðum erlendis. Lokun veitingastaða hafði mikil áhrif á eftirspurn eftir ferskum fiski en útflutningsverð á ferskum þorski er umtalsvert hærra en á frystum eða söltuðum. Einnig hafa orðið tafir á greiðslum og afpantanir á sjávarafurðum og kaupendur hafa þrýst á um verðlækkanir. Þessu til viðbótar hefur brottfall nánast alls farþegaflugs til og frá landinu haft sín áhrif á flutning á ferskum fiski á erlenda markaði. Jafnvel þó að búið sé að opna mikið af veitingastöðum í Evrópu á ný mun ganga mjög erfiðlega að koma ferskum fiski til þeirra á meðan flug liggur niðri.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða hélt áfram að hækka á fyrsta ársfjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar