Vikubyrjun

Vikubyrjun 25. maí

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í apríl 17,8% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Skiptingin var þannig að almennt atvinnuleysi var 7,5% og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls 10,3%. Við búumst við að almennt atvinnuleysi nái hámarki í ágúst og september og fari þá í 13%. Gangi þessi spá eftir verða rétt undir 30 þúsund manns á atvinnuleysisbótum þessa tvo mánuði.

25. maí 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð við útlönd fyrir 1F.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan maímælingu VNV, við spáum að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða. TM birtir árshlutauppgjör þennan dag.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga og Seðlabankinn greiðslujöfnuð við útlönd fyrir 1F.

Mynd vikunnar

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í apríl 17,8% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Skiptingin var þannig að almennt atvinnuleysi var 7,5% og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls 10,3%. Þegar tímabundnar aðgerðir stjórnvalda taka enda er líklegt að einhver hluti þeirra sem nú eru á atvinnuleysisbótum í skertu starfshlutfalli og á uppsagnarfresti komi inn í hefðbundna atvinnuleysistryggingarkerfið. Við búumst við að almennt atvinnuleysi nái hámarki í ágúst og september og fari þá í 13%. Gangi þessi spá eftir verða rétt undir 30 þúsund manns á atvinnuleysisbótum þessa tvo mánuði.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 25. maí 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 25. maí 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 25. maí 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar