Vikubyrjun

Vikubyrjun 22. júní

Í maí varð viðsnúningur á neyslu landsmanna innanlands eftir samdrátt síðustu mánaða. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 72 mö. kr. og jókst um 3,3% milli ára miðað við fast verðlag, sem er talsverð breyting frá síðustu mánuðum þegar samkomubann stóð sem hæst og óvissa varðandi útbreiðslu Covid-19 var mikil. Þá mældist samdráttur upp á tæp 13% milli ára í apríl og 7% í mars. Þeir útgjaldaliðir sem drógust saman í mars og apríl jukust margir allverulega þegar takmörkum samkomubanns var aflétt.

22. júní 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan ársfjórðungslegar launavísitölur.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsspá og einnig vísitölu neysluverðs í júní. Við spáum 0,1% hækkun milli mánaða.
  • Á föstudag gefur Seðlabankinn út Hagvísa.

Mynd vikunnar

Í maí varð viðsnúningur á neyslu landsmanna innanlands eftir samdrátt síðustu mánaða. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 72 mö.kr. og jókst um 3,3% milli ára miðað við fast verðlag, sem er talsverð breyting frá síðustu mánuðum þegar samkomubann stóð sem hæst og óvissa varðandi útbreiðslu Covid-19 var mikil. Þá mældist samdráttur upp á tæp 13% milli ára í apríl og 7% í mars. Þeir útgjaldaliðir sem drógust saman í mars og apríl jukust margir allverulega þegar takmörkum samkomubanns var aflétt.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 22. júní 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 22. júní 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 22. júní 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar