Vikubyrjun

Vikubyrjun 13. júlí

Það kemur ekki á óvart að mat almennings á núverandi ástandi efnahags- og atvinnumála sem Gallup mælir í könnun sinni hefur lækkað mjög hratt það sem af er ári. Það er athyglisvert að skoða mun á væntingum til næstu mánaða og hins vegar mat á núverandi stöðu. Frá því í mars 2016 fram til mars í ár voru væntingar til næstu 6 mánaða lægri en mat á núverandi stöðu. Breyting varð í apríl í ár þegar væntingar til næstu sex mánaða mældust hærri en mat á núverandi ástandi í fyrst sinn síðan í febrúar 2016. Hefur munur á væntingum til næstu sex mánaða og mati á núverandi ástandi aukist hratt síðustu mánuði og ekki mælst hærri síðan í maí 2013.

13. júlí 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun og Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi.

Mynd vikunnar

Það kemur ekki á óvart að mat almennings á núverandi ástandi efnahags- og atvinnumála sem Gallup mælir í könnun sinni hefur lækkað mjög hratt það sem af er ári. Það er athyglisvert að skoða mun á væntingum til næstu mánaða og hins vegar mat á núverandi stöðu. Frá því í mars 2016 fram til mars í ár voru væntingar til næstu 6 mánaða lægri en mat á núverandi stöðu. Breyting varð í apríl í ár þegar væntingar til næstu sex mánaða mældust hærri en mat á núverandi ástandi í fyrst sinn síðan í febrúar 2016. Hefur munur á væntingum til næstu sex mánaða og mati á núverandi ástandi aukist hratt síðustu mánuði og ekki mælst hærri síðan í maí 2013.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 13. júlí 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 13. júlí 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 13. júlí 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar